Spartan námskeið

Spartan námskeið á nýju ári! Janúar 2020

Spartan Race er með vinsælli utanvegarhindrunarhlaupum heims í dag. Við í Kettlebells Iceland höfum tekið þátt í nokkrum Spartanhlaupum síðan við fyrst tókum þátt í Hveragerði í desember 2018 og erum forfallnir aðdáendur! Af hverju? Vegna þess að hlaupin eru krefjandi, skemmtileg, fjölbreytt og fyrir nánast alla. Það er hægt að velja mismunandi vegalengdir og erfiðaleikastig, ungir sem aldnir geta tekið þátt í sömu keppni og fengið áskorun við hæfi.

Námskeiðsstaður

Námskeiðið verður haldið á Engjavegi 12, 270 Mosfellsbæ, heimavelli okkar í Kettlebells Iceland. Við munum líka nýta okkur okkar nánasta umhverfi, göngustíga, brekkur, fell og fleira gott.

Dag – og tímasetningar

Námskeiðið hefst mánudaginn 6. janúar og lýkur laugardaginn 1. febrúar.  Námskeiðið er á dagskrá eftirfarandi daga:

  • Mánudaga og miðvikudaga, 19.00 – 20.00
  • Laugardaga, 11.00 – 12.00

Fyrirkomulag

Á námskeiðinu förum vel yfir grunntækni í Spartanþrautunum. Kaðalklifur, apastigatækni, steinalyftur, að komast yfir veggi og undir gaddavír er meðal þess sem farið verður vel í. Rétt tækni skiptir miklu máli í svona hlaupum, hjálpar manni að nýta orkuna betur og komast fyrr í mark.

Við förum sömuleiðis vel yfir hvernig best er að æfa fyrir Spartanhlaup, hvaða æfingar skila bestum árangri.

Við vinnum með liðleika, hreyfifærni, styrk og úthald sem er grunnurinn að góðu hlaupi.

Fella- og fjallgöngur munu koma við sögu, bæði hvernig maður ber sig að við að koma sér upp og sem hraðast niður aftur.

Við förum yfir hugarþjálfun og hvernig hægt að er að nýta hana í undirbúningsferlinu.

Að auki munu þátttakendur á meðan námskeiðinu stendur fá sent efni sem nýtist við undirbúning, bæði myndbönd og lesefni.

Við munum í lok námskeiðs gefa þátttakendum góð ráð varðandi lengd og tegund Spartanhlaups, en árið 2020 ætla félagar í æfingahópi Kettlebells Iceland að taka þátt í nokkrum Spartanhlaupum víðsvegar í Evrópu.

Markmið

Að loknu námskeiði er markmiðið að þátttakendur séu vel undirbúnir fyrir sitt fyrsta (eða annað) Spartanhlaup, andlega og líkamlega. Grunntæknin í þrautunum sé góð og líkamlegt form mun betra en í byrjun námskeiðs.

Þjálfarar

Guðjón Svansson og Vala Mörk, Spartan SGX þjálfarar*. Þau hafa tekið þátt í Spartan hlaupum í Hveragerði, Californíu, Búdapest og Barcelona og fóru með 25 manna hóp frá Kettlebells Iceland til Barcelona í október á þessu ári til að taka þátt í Spartanhlaupum sem þar voru haldin. Þau hafa mikla reynslu af þjálfun hópa og einstaklinga, en þau stofnuðu saman Kettlebells Icelandi árið 2006.

Verð

Námskeiðið kostar 25.000 kr. Þátttökufjöldi er takmarkaður. Til að skrá og staðfesta þátttöku vinsamlegast millifærið 25.000 kr á 0113-26-002109, kt.710102-2870 (IntCult ehf) og sendið rafræna kvittun með nafni þátttakanda á gudjon@kettlebells.is.

ATH! Verð fyrir hjón/pör er samtals 39.000 kr.

*Frá og með 8. desember 2019