Sunnudagur 15. mars 2020

Upphitun

Liðleikaæfingar: hreyfa í hringi háls, axlir, olnboga, úlnliði, mitti, mjaðmir, hné og ökkla.

2 mín sipp á staðnum eða skokk á staðnum.

Æfingin

Vinna með eina bjöllu og eigin líkamsþyngd. Byrja á 12 endurtekningum í fyrsta hring, taka svo 10x í næsta hring, svo 8x, 6x, 4x og niður í 2x.

  • Clean og press 6/6 (þýðir 6x hægri, svo 6x vinstri=12x)
  • Róður 6/6
  • Framstig með bjöllu í fanginu 12x
  • Swing 12x
  • Jack knife með bjöllu 12x
  • Armbeygjur 12x
  • Windmill 6/6
  • Hnébeygjuhopp, fara djúpt niður og hoppa hátt! 12x

Hvíla í 1 mínútu milli umferða.

Enda á stól í 2 mín upp við vegg.

Teygja vel í lokin!