Fimmtudagur 19. mars 2020

Upphitun

Liðka sig td með æfingunum í þessu liðleikavídeói

Æfingin

Fyrri hluti

Þú gerir fimm endurtekningar af hverri æfingu, ferð svo í þá næstu og svo koll af kolli. 3 hringir.

  1. Military press (ekki nota spyrnu frá fótum til að hjálpa axlapressunni). Ef þú átt tvær bjöllur gerir þú double press (ss tvær í einu) annars fimm hægri, svo fimm vinstri.
  2. Goblet squat, hægar. Ert 5 sek á leið niður, 5 sek á leið upp, ekki rétta alveg úr mjöðmum í efstu stöðu.
  3. Armbeygjur, hægar og góðar. Passa tæknina, spenna kvið.
  4. Róður. Ef þú átt Jungle gym eða TRX band gerir þú róður í þeim, annars kb róður. Ef þú átt bara létta bjöllu, gerðu þá róðurinn rólega, þá verður hann erfiðari.
  5. Afturstig með bjöllu í „goblet stöðu“.

Seinni hluti

10 endurtekningar af hverri æfingu áður en þú ferð í þá næstu. Þrír hringir.

  1. Floor wipes 10/10 (kviðæfing)
  2. Plankastaða, draga olnboga að gagnstæðu hné.
  3. „Jane“ mjaðmalyfta (liggur á baki með hæla nálægt rassi, lyftir mjöðmum upp)

Í lokin, áður en þú teygir skaltu skokka á staðnum, úti eða sippa eða gera eitthvað sem tekur 5 mín og kemur púlsinum vel af stað. Teygja svo vel á eftir.