Þriðjudagur 24. mars 2020

Upphitun

Þrír hringir af:

 • 50x sipp (ef þú átt ekki band er hægt að sippa með „ósýnilegu“ bandi)
 • 10x hnébeygjur, engin lóð, bara líkamsþyngd. Fara alveg niður í neðstu stöðu, halda hælum í gólfi. Ef þarft, þá máttu halda í borðfót eða hurðarkarm til að detta ekki afturábak.
 • 10x up/down dog, með hendur á gólfi, heldur mjöðmum niðri og horfir upp, lyftir svo rassi upp og horfir niður.
 • 10x veggur. Stendur með bak í vegg, ca 20cm frá veggnum, snýrð upp á líkamann þannig að þú náir að setja lófana flata á vegginn án þess að hreyfa fætur á gólfinu. Snýrð svo þannig að þú setur lófa á vegg frá hinni hliðinni.

Æfingin

Hefur 6 mínútur til að klára eftirfarandi æfingar:

 • 5/5 snatch
 • 10 burpees með armbeygju og hoppi
 • 10 goblet squats
 • 5/5 pressur
 • 5/5 T-planka (ekki með armbeygju)
 • 10 jack knife með bjöllu
 • 10 skiptiswing
 • 5/5 afturstig með eina bjöllu
 • 5/5 windmills

…ef það er eitthvað eftir af þessum 6 mínútum, þá sippar þú eða skokkar á staðnum þar til tíminn er búinn.

Ef þú náðir ekki að klára, þá hvílir þú í 2 mínútur og reynir að klára í næstu 6 mínútna lotu.

Gerir fjórar lotur. Getur unnið með tímann, ef það var mikið eftir af tímanum og þú þurftir að sippa mikið getur þú notað þyngri bjöllu í næstu umferð, eða stytt tímann niður um mínútu. Ef aftur á móti þú náðir ekki að klára, þá getur þú bætt mínútu við tímann.

Endar á góðum teygjum í 10 mínútur.