Þjálfaranámskeið – Level II

Fyrir þá sem hafa tekið þjálfaranámskeið Kettlebells Iceland

6. mars 2021

Level II er ætlað þjálfurum sem hafa komið á ketilbjölluþjálfaranámskeið hjá okkur (og staðist það) og hafa notað ketilbjöllurnar í þjálfun í einhvern tíma. Þetta er ekki byrjendanámskeið, heldur hugsað sem endurmenntun og uppfærsla fyrir ketilbjölluþjálfara.

Á Level II námskeiðinu er meðal annars farið djúpt í eftirtaldar æfingar:

  • Allar grunnæfingarnar með tveimur bjöllum (þar á meðal Double Windmill og Double Turkish Get Up)
  • Renegade Row
  • See Saw Press / Alternating Press
  • Deck Squat
  • Floor Press / Floor Wipers
  • Circular Clean
  • KB Bear Crawl

Farið verður yfir hvernig er best að kenna þessar æfingar, skala þær niður og upp og leiðrétta algeng mistök.

Þátttakendur á námskeiðinu taka aktívt þátt í því, bæði með því að leiðbeina öðrum og framkvæma æfingarnar sem farið verður yfir.

Tækni allra þátttakenda verður metin á námskeiðinu og sömuleiðis hæfni þeirra til að setja upp og tengja saman æfingar.

Námskeiðið endar á hressandi þolraun sem þátttakendur þurfa að klára til þess að standast námskeiðið!

Dagsetning: 6. mars 2020

Staðsetning:  Kettlebells Iceland, Engjavegi 12, Mosfellsbæ

Tímasetning: Laugardagur, 9.00 – 14.00

Kennari: Vala Mörk, yfirþjálfari Kettlebells Iceland

Verð: 29.000 kr

Skráning og greiðsla með millifærslu: 0113-26-002109. Kt. 710102-2870 (IntCult ehf). Greiðsla á þátttökugjaldinu staðfestir skráningu á þjálfaranámskeiðið. Vinsamlegast sendið rafræna kvittun með dagsetningu námskeiðs og nafni þátttakanda á gudjon@kettlebells.is.

Nánari upplýsingar: vala@kettlebells.is