Better You KB Þrautin 2023

Þriðja árið í röð bjóðum við upp á KB þrautina, líklega langskemmtilegasta þrautahlaup landsins. Þrautin verður haldin í Mosfellsbæ, laugardaginn 20. maí.

Við byrjum að ræsa klukkan 9.30 um morguninn (keppnisflokkur). Það er fullt í flesta ráshópa (sjá neðar) en enn nokkur sæti laus. Flestir þeirra sem voru með 2021 og/eða 2022 eru skráðir í þrautina í ár, sem segir allt sem segja þarf um skemmtanagildi hennar.

Better You KB þrautin er frábært tækifæri fyrir vinahópa, fjölskyldur og vinnufélaga að takast saman á við fjölbreyttar, krefjandi og skemmtilegar þrautir í einstöku útivistarumhverfi Mosfellsbæjar. Þrautirnar verða á milli 20 og 30 talsins og hlaupið sjálft í kringum 10 kílómetra – við leyfum okkur að vera aðeins frjálsleg með skekkjumörkin 🙂

Verð: 8.500 kr fyrir fullorðna, 6.500 kr fyrir 12-16 ára.

Skráning: Þú sendir tölvupóst á gudjon@kettlebells.is með nafni keppanda/nöfnum og tölvupóstfangi keppenda og kennitölu greiðanda/greiðenda. Einnig þarf að koma fram ósk um ráshópa (sjá neðan) og ef þið viljið tengjast einhverjum sem þegar eru skráðir. Við skráum ykkur í þrautina og sendum greiðsluseðla í heimabanka greiðanda. Greiðsla staðfestir skráninguna. Við vekjum athygli á að þátttökugjald fæst ekki endurgreitt en það er hægt að nafnabreyta þangað til viku fyrir þrautina.

Í dag (20. maí 2023) er skráningarstaðan eftirfarandi:

 • 9.30 (keppnis) Fullt
 • 9.40 (almennur) Fullt
 • 9.50 (almennur) Fullt
 • 10.00 (almennur) Fullt
 • 10.10 (almennur) Fullt
 • 10.20 (almennur) Fullt
 • 10.30 (almennur) Fullt
 • 10.40 (almennur) Fullt
 • 10.50 (almennur) Fullt
 • 11.00 (almennur) Fullt
 • 11.10 (almennur) Fullt
 • 11.20 (almennur) Fullt
 • 11.30 (almennur) Fullt
 • 11.40 (almennur Fullt
 • 11.50 (almennur) Fullt
 • 12.00 (almennur) Fullt
 • 12.10 (almennur) Fullt
 • 12.20 (almennur) Fullt
 • 12.30 (almennur) Fullt
 • 12.40 (almennur) Fullt
 • 12.50 (almennur) Fullt
 • 13.00 (almennur) Fullt

Nánari upplýsingar: Gaui, 857 1169 / gudjon@kettlebells.is