Spartan þrautanámskeið KB Iceland

Þrautasvæði og æfingasalur, Engjavegi 12. Mosfellsbæ

Leiðbeinendur: Guðjón Svansson og Vala Mörk, Spartan Race SGX þjálfarar og eigendur Kettlebells Iceland sem stendur fyrir KB þrautinni.

Námskeiðið er hannað í kringum Spartan Race þrautirnar en þær snúast um að bera hluti milli staða, klifra yfir veggi og apastiga, kastþrautir, jafnvægisþrautir og ýmislegt fleira skemmtilegt og krefjandi.

Við kennum hvernig maður undirbýr sig fyrir þrautahlaup – líkamlega og andlega. Við vinnum með mikilvægar styrktar- og liðleikaæfingar, skoðum ýmsa möguleika varðandi tækni, æfum allar þrautirnar og tengjum þær við skógarstíga- og fellahlaup.

Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru að undirbúa sig fyrir þrautahlaup sem og þeim sem vilja styrkja sig og efla í gegnum náttúrulegar hreyfingar eins og klifur, tog, burð og fleira.

Nánari upplýsingar: gudjon@kettlebells.is