KB þrautin 2021

KB þrautin verður 22. maí 2021!

KB þrautin er skemmtilega krefjandi þrautahlaup. Markmiðið er að komast alla leið og jafnvel aðstoða aðra við að gera það sama. Hlaupið fer fram þegar covid leyfir.

Vegalengdin er 10+ km og farið er um um fell og malarstíga í nágrenni Mosfellsbæjar. Þrautirnar eru fjölbreyttar og mismunandi krefjandi, en með þrautseigju, góðum vilja og hugsanlega aðstoð geta þeir sem vilja komist í gegnum þær. 

Það er ekki tímataka í KB þrautinni og við krýnum ekki sérstaka sigurvegarara. Keppnin snýst um að sigra sjálfan sig og njóta þess að koma sjálfum sér á óvart. Sigurtilfinningin fæst með því að komast alla leið og styðja aðra í leiðinni. 

Þátttökugjaldið er 6.500 kr. Greiðsla staðfestir skráningu í þrautina og þar sem þátttökufjöldi er takmarkaður, ganga þeir fyrir sem staðfesta skráninguna með greiðslu.

Þátttökugjaldið fæst ekki endurgreitt en nafnabreyting er heimil. Þrautin er alfarið unnin af sjálfboðaliðum og allar tekjur fara í að styrkja heilsueflandi verkefni/framtak í Mosfellsbæ.

Þátttakendur taka þátt á eigin ábyrgð og þurfa að skrifa undir plagg þess efnis fyrir hlaupið.

Nánari upplýsingar veitir Gaui, gudjon@kettlebells.is / 857 1169