Við

Kettlebells Iceland er æfingaklúbbur stofnaður árið 2006 af Völu Mörk og Guðjóni Svanssyni. Þau hafa stýrt klúbbnum síðan þá og verið með reglulegar styrktaræfingar fyrir hópa, íþróttafélög og einstaklinga.

Vala er yfirþjálfari Kettlebells Iceland og reynslumesti ketilbjölluþjálfari landsins (staðfest) en byrjaði að kenna ketilbjöllutíma árið 2006 og hefur ekki stoppað síðan. Vala hefur sótt fjölda þjálfara og réttindanámskeiða út um allan heim og lært af þeim fremstu í faginu. Hún er með Master Level þjálfararéttindi frá Steve Maxwell.

Guðjón byrjaði að þjálfa fyrir Kettlebells Iceland árið 2010 en hann hefur sérhæft sig í æfingum úti í náttúrunni þar sem umhverfið og eigin líkamsþyngd eru í fyrirrúmi. Hann er með þjálfararéttindi frá Steve Maxwell.

Aðrir þjálfarar hjá Kettlebells Iceland eru þau Hallfreður Ragnar Björgvinsson, Kirstín Lára Halldórsdóttir, Kristján Jónsson, Oddný Þóra Logadóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir. Þau eru allt reynsluboltar sem hafa öll æft lengi hjá KBI og hafa þjálfararéttindi frá Völu.