KB þrautin 2025!

For-forskráning í KB þrautina 2025 er í boði til 31. maí 2024.

Þrautin verður haldin í Mosfellsbæ, laugardaginn 17. maí 2025.

For-forskráningarverð: 6.000 kr.

Skráning: Þú sendir tölvupóst á vala@kettlebells.is með nafni þátttakanda/nöfnum þátttakanda og tölvupóstfangi allra og kennitölu greiðanda/greiðenda. Við skráum þig/ykkur í þrautina og sendum greiðsluseðla í heimabanka greiðanda (krafan er í nafni Intercultural Communication á Íslandi ehf). Greiðsla staðfestir skráninguna.

Við vekjum athygli á að þátttökugjald fæst ekki endurgreitt en það er hægt að nafnabreyta þangað til viku fyrir þrautina.

KB þrautin er frábært tækifæri fyrir vinahópa, fjölskyldur og vinnufélaga að takast saman á við fjölbreyttar, krefjandi og skemmtilegar þrautir í einstöku útivistarumhverfi Mosfellsbæjar. Þrautirnar verða á milli 20 og 30 talsins og hlaupið sjálft í kringum 10 kílómetra – við leyfum okkur að vera aðeins frjálsleg með skekkjumörkin 🙂