KB þrautin, 21. maí 2022

KB þrautin verður haldin laugardaginn 21. maí 2022 í Mosfellsbæ!

Skráning: Sendu tölvupóst (gudjon@kettlebells.is) á Guðjón með upplýsingum um nafn þáttakanda/þátttakenda og kennitölu greiðanda. Guðjón sendir greiðsluseðil (engin aukagjöld) í heimabankann um hæl. Greiðsla á þátttökugjaldi staðfestir skráningu.

Verð: 7.000 kr. fyrir fullorðna. 3.500 kr fyrir 12-16 ára

KB þrautin er styrktarhlaup. Árið 2021 söfnuðust rúmlega 400þ. kr sem fóru til Reykjadals Sumarbúða.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Vegalengdin er 10+ km og farið er um um fell og malarstíga í nágrenni Mosfellsbæjar. Þrautirnar eru fjölbreyttar og mismunandi krefjandi, en með þrautseigju, góðum vilja og hugsanlega aðstoð geta þeir sem vilja komist í gegnum þær. 

Það er ekki tímataka í KB þrautinni og við krýnum ekki sérstaka sigurvegarara. Keppnin snýst um að sigra sjálfan sig og njóta þess að koma sjálfum sér á óvart. Sigurtilfinningin fæst með því að komast alla leið og styðja aðra í leiðinni. 

Þátttökugjaldið fæst ekki endurgreitt, nema í sérstökum aðstæðum (Covid, t.d.) en nafnabreyting er heimil. Þrautin er alfarið unnin af sjálfboðaliðum og tekjur fara í að styrkja heilsueflandi verkefni/framtak í Mosfellsbæ.

Þátttakendur taka þátt á eigin ábyrgð og þurfa að skrifa undir plagg þess efnis fyrir hlaupið.

Nánari upplýsingar veitir Gaui, gudjon@kettlebells.is / 857 1169.