Þjálfaranámskeið

Þjálfaranámskeið Kettlebells Iceland

18. janúar (laugardagur) 2020

Á þessu námskeiði verður farið yfir mikilvægustu ketilbjölluæfingarnar. Við förum mjög ítarlega í rétta tækni, hvernig maður kennir æfingarnar skref fyrir skref og hvernig maður greinir og leiðréttir mistök.

Við förum einnig yfir hóptímakennslu með ketilbjöllum, hvað þarf að hafa í huga þegar margir eru í tíma og hvernig best er að byggja upp góðar æfingar sem taka á öllum þeim þátttum sem styrktar- og úthaldstímar þurfa að hafa.

Næsta þjálfaranámskeið 2019

Dagsetning: 18. janúar 2020

Staðsetning:  Kettlebells Iceland, Engjavegi 12, Mosfellsbæ

Tímasetning: Laugardagur, 9.00 – 17.00

Kennari: Vala Mörk, yfirþjálfari Kettlebells Iceland

Námskeiðsgögn: Þátttakendur fá strax að námskeiði loknu sent kennslugögn á pdf-formi

Æfingar: Swing, Clean, Press,, Goblet Squat, Windmill, Turkish Get Up, One Legged Deadlift, Row, High Pull og Snatch

Verð: 59.000 kr

Skráning og nánari upplýsingar: Greiðsla á þátttökugjaldinu staðfestir skráningu á þjálfaranámskeiðið. Millifærsluupplýsingar: 0113-26-002109. Kt. 710102-2870 (IntCult ehf). Vinsamlegast sendið rafræna kvittun með dagsetningu námskeiðs og nafni þátttakanda á gudjon@kettlebells.is.

Til þess að fá kennsluréttindi í nafni Kettlebells Iceland þurfa þátttakendur að:

  • Sýna fram á 100% tækni í öllum þeim æfingum sem farið verður yfir á námskeiðinu
  • Sýna fram á kennsluhæfileika, að geta kennt byrjendum og leiðrétt mistök

Það er ekki nóg að mæta á staðinn til að fá kennsluréttindi, kröfurnar eru háar og það þarf að vinna fyrir réttindunum. Þeir sem ekki standast allar kröfur, geta komið í endurtekningarpróf síðar.