Fjórða árið í röð bjóðum við upp á KB þrautina, (líklega) langskemmtilegasta þrautahlaup landsins!
Þrautin verður haldin í Mosfellsbæ, laugardaginn 18. maí 2024.
Við byrjum að ræsa klukkan 9.30 um morguninn. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
KB þrautin er frábært tækifæri fyrir vinahópa, fjölskyldur og vinnufélaga að takast saman á við fjölbreyttar, krefjandi og skemmtilegar þrautir í einstöku útivistarumhverfi Mosfellsbæjar. Þrautirnar verða á milli 20 og 30 talsins og hlaupið sjálft í kringum 10 kílómetra – við leyfum okkur að vera aðeins frjálsleg með skekkjumörkin 🙂
Verð: 8.500 kr fyrir fullorðna, 5.500 kr fyrir 12-16 ára.
Skráning: Þú sendir tölvupóst á vala@kettlebells.is með nafni þátttakanda/nöfnum þátttakanda og tölvupóstfangi allra og kennitölu greiðanda/greiðenda. Einnig má koma fram ósk um ráshópa og ef þið viljið tengjast einhverjum sem þegar eru skráðir. Við skráum þig/ykkur í þrautina og sendum greiðsluseðla í heimabanka greiðanda (krafan er í nafni Intercultural Communication á Íslandi ehf). Greiðsla staðfestir skráninguna.
Við vekjum athygli á að þátttökugjald fæst ekki endurgreitt en það er hægt að nafnabreyta þangað til viku fyrir þrautina.