Grunnnámskeið 5. janúar

Grunntækninámskeið Kettlebells Iceland

Laugardagur, 5. janúar, 2019.  10.00 – 13.00. Engjavegur 12, Mosfellsbæ

Á þessu 3 klukkutíma grunntækninámskeiði verður farið yfir helstu ketilbjölluæfingarnar og sömuleiðis æfingar með eigin líkamsþyngd.

Námskeiðið er sérstaklega hannað fyrir þá sem hafa áhuga á að byrja að æfa hjá Kettlebells Iceland. Við æfum inni og úti í bland, notum eigin líkamsþyngd, ketilbjöllur, ýmis tæki og tól og umhverfið til að gera æfingarnar krefjandi, gefandi og fjölbreyttar. Okkar markmið er að æfingarnar hjálpi fólki að lifa heilbrigðu og skemmtilegu lífi.

Verð: 22.500 kr. Innifalið er þátttaka í æfingum Kettlebells Iceland í 5 vikur (fram til 9. febrúar 2019).

Skráning: Greiðsla á þátttökugjaldi jafngildir skráningu. Bankaupplýsingar: kt.710102-2870 (IntCult ehf). 0113-26-002109. Vinsamlegast sendið rafræna kvittun með nafni þátttakanda á gudjon@kettlebells.is

ATH! Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að á þessu námskeiði!

Leiðbeinendur: Vala Mörk og Guðjón Svansson